Við erum alltaf að leita að framúrskarandi einstaklingum.

  Fyrirspurnir og umsóknir sendist á jobs@activitystream.com

  Viðmótsforritari

  Activity Stream, Sprotafyrirtæki ársins 2017, leitar að öflugum einstaklingi til að slást í hóp margreyndra sérfræðinga á sviði hugbúnaðargerðar, rekstrargreindar, gervigreindar, kerfisrekstrar, sölu og þjónustu.

  Activity Stream er ört vaxandi, fullfjármagnað nýsköpunarfyrirtæki með starfsemi á Íslandi, Danmörku og í Serbíu. Leiðandi fyrirtæki beggja vegna Atlantshafs nýta sér nú þegar rekstrargreindarþjónustu Activity Stream, (SaaS based Operations Intelligence Software) til að bæta daglegan rekstur sinn og þjónustu.

  Hæfniskröfur:

  • Hagnýt menntun
  • Yfirgripsmikil þekking á javascript.
  • Gott auga fyrir UX.
  • Brennandi ástríða fyrir hraðri úrlausn flókinna verkefna.
  • Geta til að starfa í sveigjanlegu teymi og áhugi á krefjandi umhverfi algjört skilyrði.
  • Þekking á Mithril, D3 og reactive straumum er mikill kostur.

  Teymið notar blandaða tækni við úrlausn fjölbreyttra og skemmtilegra verkefna sem bæði snúa að framþróun vörunnar ásamt samvinnu við mjög spennandi viðskiptavini.

  Áhugasamir vinsamlega sendi umsóknir á jobs@activitystream.com.